Enski boltinn

Hjartnæm kveðjustund Vidic | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs og Nemanja Vidic ávörpuðu stuðningsmenn Manchester United eftir 3-1 sigur liðsins á Hull í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Giggs hefur stýrt liðinu undanfarnar vikur eftir að David Moyes var rekinn. Hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn á tímabilinu sem hefur verið þeim erfiðara en mörg önnur undanfarin ár.

Giggs hvatti þá til að halda áfram að styðja félagið því að betri tímar væru sannarlega í vændum.

Vidic, sem verið fyrirliði United síðastliðin ár, tók svo við hljóðnemanum og þakkaði fyrir sín ár hjá félaginu. Hann hlaut gríðarlega góðar undirtektir hjá stuðningsmönnum sem sungu nafn hans hástöfum.


Tengdar fréttir

Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband

Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Giggs gaf ekkert upp um framtíð sína í þakkarræðu eftir leik

Ryan Giggs stýrði Manchester United til 3-1 sigurs á Hull í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en það sem meira er hann skipti sjálfum sér inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok í hugsanlega síðasta leik sínum í búningi United. Eftir leikinn hélt hann þakkaræðu á miðju vallarins alveg eins og Sir Alex Ferguson fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×