Enski boltinn

Nýr stjóri ekki ráðinn í vikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að ráðning Louis van Gaal í starf knattspyrnustjóra Manchester United væri yfirvofandi.

Fullyrt var að gengið yrði frá ráðningunni í vikunni en United vann í gærkvöldi 3-1 sigur á Hull. Liðinu hefur verið stýrt af Ryan Giggs síðan David Moyes var rekinn í síðasta mánuði.

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og herma heimilidir BBC, breska ríkisútvarpsins, að ólíklegt verði gengið frá ráðningu nýs stjóra fyrir leik liðsins gegn Southampton á sunnudag.

Van Gaal hefur lengi verið sterklega orðaður við starfið en hann neitaði að svara spurningum hollenskra fréttamanna um málið í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×