Enski boltinn

Van Persie: Við komum aftur, treystið mér!

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin van Persie skoraði eitt af þremur mörkum Manchester United í 3-1 sigri fráfarandi Englandsmeistaranna á Hull í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu í gærkvöldi.

Eftir leik var hjartnæm stund á milli stuðningsmanna liðsins og Ryan Giggs annarsvegar og Nemanja Vidic hins vegar en Serbinn er á leið til Inter og þá er framtíð Giggs óráðin vegna yfirvofandi komu Hollendingsins Louis van Gaals.

Robin van Persie var einnig brattur eftir leik en hann varaði fólk við því að Manchester United væri ekki að fara neitt þrátt fyrir eina slæma leiktíð.

„Við komum aftur, treystið mér. Geymið þetta viðtal!“ sagði Hollendingurinn við MUTV eftir leik.


Tengdar fréttir

Giggs gaf ekkert upp um framtíð sína í þakkarræðu eftir leik

Ryan Giggs stýrði Manchester United til 3-1 sigurs á Hull í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en það sem meira er hann skipti sjálfum sér inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok í hugsanlega síðasta leik sínum í búningi United. Eftir leikinn hélt hann þakkaræðu á miðju vallarins alveg eins og Sir Alex Ferguson fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×