Enski boltinn

Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn fertugi Giggs kom inn á fyrir Tom Lawrence á 70. mínútu þegar Manchester United var 2-1 yfir þökk sé tveimur mörkum frá hinum 18 ára gamla James Wilson. Þetta var 963. leikur Giggs í búningi Manchester United.

Ryan Giggs tók við liðinu þegar David Moyes var rekinn á dögunum en Giggs hafði ekkert tekið þátt í hinum leikjunum. Nú var komið að greinilegri kveðjustund á Old Trafford og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því vel þegar goðssögnin kom inn á völlinn.

Giggs hefur verið leikmaður Manchester United frá 1987 en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins 2. mars 1991. Hann er sigursælasti leikmaður félagsins frá upphafi.

Myndband af þessari sögulegu skiptingu er hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×