Segir gíslatöku eftirlitsmanna á vegum ÖSE óásættanlegt framferði Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 14:20 Carl Bildt, Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja. mynd/aðsend Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Staða mála í Úkraínu og samskiptin við Rússland voru meðal umræðuefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem lauk í Reykholti í dag. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir áframhaldandi spennu í Úkraínu og átök í austurhluta landsins vera alvarlegt áhyggjuefni fyrir íbúa landsins og áleitnar spurningar vakni um öryggishorfur í Evrópu. Gunnar Bragi segir þungt hljóð í ráðherrum Norðurlandanna vegna stöðu mála. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki beitt sér fyrir því að Genfarsamkomulagið frá 17. apríl síðastliðnum sem draga átti úr spennu, nái fram að ganga. Svo langt sé nú gengið að eftirlitsmenn aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sitji sem gíslar aðskilnaðarsinna sem treysti á stuðning Rússlands. „Gíslataka eftirlitsmanna á vegum ÖSE er óásættanlegt framferði og það er skýlaus krafa að þeir verði leystir úr haldi þegar í stað. Rússneskum stjórnvöldum ber að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar í landinu í samræmi við Genfarsamkomulagið og að tryggja að ÖSE geti starfað með eðlilegum hætti í landinu en það hefur enn ekki gengið eftir," segir Gunnar Bragi. Á fundinum undirstrikaði Gunnar Bragi stuðning Íslands við eftirlitsverkefni ÖSE en Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra fer fyrir einni af tíu eftirlitssveitum stofnunarinnar í landinu. Þá segir Gunnar Bragi að aðgerðir Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir þess í Eystrasaltsríkjunum og í austurhluta Evrópu séu nauðsynlegar við núverandi aðstæður. Þá ítrekar hann fordæmingu íslenskra stjórnvalda á innlimun Rússlands á Krímskaga sem brjóti í bága við alþjóðalög og alþjóðaskuldbindingar Rússlands. Á fundinum var rætt um málefni Mið-Austurlanda, þ. á m. borgarastríðið í Sýrlandi, erfiða stöðu friðarumleitana milli Palestínu og Ísraels og alvarlega þróun mála í Egyptalandi. Ráðherrarnir fjölluðu um samstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Mikil ánægja er með norrænu varnaræfinguna Iceland Air Meet sem haldin var hér á landi í febrúar síðastliðnum og ríkur vilji að byggja á þeirri reynslu með fleiri æfingum af sama toga í framtíðinni. Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða og samstarf utanríkisþjónusta landanna í húsnæðis- og rekstrarmálum.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira