Segir fulla einingu hafa verið á milli kjördæmissambands og Guðna Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2014 14:34 Vísir/Valgarður „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans,“ segir Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmissambandsins í tilkynningu. Tilefni tilkynningarinnar segir hann vera rangar fullyrðingar í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu. „Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgun, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans.“ Hann segist hafa kvatt Guðna á þriðjudagskvöldinu í sameiginlegum skilningu um að vinnunni yrði haldið áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. „Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína,“ segir Þórir. Hann segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir Guðna um að flugvallasinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Þá segir hann blaðamann Morgunblaðsins ekki hafa sett sig í samband við formann né varaformann KFR við vinnslu fréttarinnar sem snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins. „Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli,“ segir Þórir. Alla tilkynninguna má lesa hér að neðan:Vegna rangra fullyrðinga í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu skal það áréttað að full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans. Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgunn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans. Vinnan gekk vel og að kvöldi þriðjudags kvaddi undirritaður Guðna í sameiginlegum skilningi um að vinnunni yrði haldi áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína og reifaði meðal annars hugmyndir um að flugvallarsinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. Vel var tekið í þær hugmyndir og því var fullljóst á miðvikudag að hugmyndum Guðna Ágústssonar um fólk til að skipa listann var í engu mótmælt. Þvert á móti var hann hvattur til að vinna áfram að skipan listans á þeim forsendum með stjórn kjördæmissambandsins. Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.Vinnubrögð Agnesar Bragadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við vinnslu fréttarinnar eru ófagleg og til skammar fyrir miðil sem leggur upp úr því að mark sé á honum tekið. Blaðamaðurinn hafði ekki samband við formann eða varaformann KFR þó að fréttin snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins og beri fram ásakanir á hendur þeim eftir ónafngreindum heimildum. Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, getur í besta falli talist vítavert dómgreindarleysi af hálfu blaðamannsins og Morgunblaðsins.Þórir Ingþórsson, formaður KFR. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans,“ segir Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmissambandsins í tilkynningu. Tilefni tilkynningarinnar segir hann vera rangar fullyrðingar í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu. „Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgun, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans.“ Hann segist hafa kvatt Guðna á þriðjudagskvöldinu í sameiginlegum skilningu um að vinnunni yrði haldið áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. „Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína,“ segir Þórir. Hann segir að vel hafi verið tekið í hugmyndir Guðna um að flugvallasinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Þá segir hann blaðamann Morgunblaðsins ekki hafa sett sig í samband við formann né varaformann KFR við vinnslu fréttarinnar sem snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins. „Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli,“ segir Þórir. Alla tilkynninguna má lesa hér að neðan:Vegna rangra fullyrðinga í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins og í fréttaskýringu skal það áréttað að full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans. Stjórnin og Guðni unnu sameiginlega að því verkefni fram að því að Guðna snerist hugur á miðvikudagsmorgunn, enda hafði stjórn KFR þá þegar samþykkt og handsalað við Guðna að hann tæki oddvitasæti listans. Vinnan gekk vel og að kvöldi þriðjudags kvaddi undirritaður Guðna í sameiginlegum skilningi um að vinnunni yrði haldi áfram sameiginlega að morgni miðvikudags. Ákvörðun Guðna um að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum degi síðar kom því mjög á óvart í ljósi þessa góða samstarfs. Á fundi upp úr hádegi á miðvikudag með formanni, varaformanni og ritara flokksins ásamt formanni og varaformanni kjördæmissambandsins, greindi Guðni viðstöddum frá því að hann hefði tekið ákvörðun sína af persónulegum ástæðum í samráði við fjölskyldu sína og reifaði meðal annars hugmyndir um að flugvallarsinnar og aðrir aðilar skipuðu sæti á listanum ásamt flokksbundnu framsóknarfólki. Vel var tekið í þær hugmyndir og því var fullljóst á miðvikudag að hugmyndum Guðna Ágústssonar um fólk til að skipa listann var í engu mótmælt. Þvert á móti var hann hvattur til að vinna áfram að skipan listans á þeim forsendum með stjórn kjördæmissambandsins. Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.Vinnubrögð Agnesar Bragadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við vinnslu fréttarinnar eru ófagleg og til skammar fyrir miðil sem leggur upp úr því að mark sé á honum tekið. Blaðamaðurinn hafði ekki samband við formann eða varaformann KFR þó að fréttin snúi beint að stjórn kjördæmissambandsins og beri fram ásakanir á hendur þeim eftir ónafngreindum heimildum. Það er verulega ámælisvert að fjölmiðlar skuli birta rangar fullyrðingar á þennan hátt án þess að ræða við þá sem hlut eiga að máli. Að birta slíka frétt byggða á orðrómi ókönnuðum hjá þeim sem í hlut eiga, og það á forsíðu, getur í besta falli talist vítavert dómgreindarleysi af hálfu blaðamannsins og Morgunblaðsins.Þórir Ingþórsson, formaður KFR.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira