„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2014 22:38 Reykjavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm „Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. „Kostnaðurinn við að byggja og reka flugvöll er það mikill að það er algjörlega ljóst, af okkar hálfu, að ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af mun starfsemin öll flytjast til Keflavíkur.“ Hún segir Reykjavíkurborg ekki hafa neina heimild til að að loka brautum á Reykjavíkurflugvelli. Elín var frummælandi á fundinum auk Njáls Trausta Friðbertssonar, varabæjarfulltrúa á Akureyri og formanns Hjartans í Vatnsmýri. Njáll Trausti sagði í máli sínu að flugvöllur í Vatnsmýri væri spurning um líf eða dauða fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Nærri helmingur alls sjúkraflugs innihéldi sjúkling í lífshættu og skipti því miklu máli að vera sem næst landspítala. Njáll gaf lítið fyrir þá hugmynd að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og tengja Keflavíkurflugvöll og miðbæ Reykjavíkur með hraðlestarkerfi. Benti hann á, máli sínu til stuðnings, að hraðlest myndi kosta um 250 milljarða króna og sú fjárfesting myndi aldrei standa undir sér. Njáll Trausti benti einnig á að 73 prósent borgarfulltrúa byggju í póstnúmerum 101 og 107 í Reykjavík, á móti búa 73 prósent Reykvíkinga utan þessara hverfa. Vill Njáll Trausti meina að ef búseta borgarfulltrúa í Reykjavík væri jafnari og dreifðari um borgina væri andstaðan við flugvöllinn innan borgarstjórnar mun minni. Á fundinum kom fram einörð afstaða Sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir því að halda flugvellinum í Vatnsmýri, það væri afar slæmt fyrir landsbyggðina ef flugvöllurinn færi. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Íslendingar munu aldrei byggja nýjan flugvöll, það er bara þannig,“ sagði Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í kvöld, um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stöðu innanlandsflugsins. „Kostnaðurinn við að byggja og reka flugvöll er það mikill að það er algjörlega ljóst, af okkar hálfu, að ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af mun starfsemin öll flytjast til Keflavíkur.“ Hún segir Reykjavíkurborg ekki hafa neina heimild til að að loka brautum á Reykjavíkurflugvelli. Elín var frummælandi á fundinum auk Njáls Trausta Friðbertssonar, varabæjarfulltrúa á Akureyri og formanns Hjartans í Vatnsmýri. Njáll Trausti sagði í máli sínu að flugvöllur í Vatnsmýri væri spurning um líf eða dauða fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Nærri helmingur alls sjúkraflugs innihéldi sjúkling í lífshættu og skipti því miklu máli að vera sem næst landspítala. Njáll gaf lítið fyrir þá hugmynd að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og tengja Keflavíkurflugvöll og miðbæ Reykjavíkur með hraðlestarkerfi. Benti hann á, máli sínu til stuðnings, að hraðlest myndi kosta um 250 milljarða króna og sú fjárfesting myndi aldrei standa undir sér. Njáll Trausti benti einnig á að 73 prósent borgarfulltrúa byggju í póstnúmerum 101 og 107 í Reykjavík, á móti búa 73 prósent Reykvíkinga utan þessara hverfa. Vill Njáll Trausti meina að ef búseta borgarfulltrúa í Reykjavík væri jafnari og dreifðari um borgina væri andstaðan við flugvöllinn innan borgarstjórnar mun minni. Á fundinum kom fram einörð afstaða Sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir því að halda flugvellinum í Vatnsmýri, það væri afar slæmt fyrir landsbyggðina ef flugvöllurinn færi.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent