Innlent

Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM
Tæp 28 prósent borgarbúa myndu kjósa Samfylkinguna ef kosningar til borgarstjórnar færu fram nú. Samfylkingin bætir við sig fjórum prósentustigum frá síðustu mælingu samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup.

Um 25 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og rúmlega 24 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Báðir flokkarnir bæta við sig tveimur prósentustigum frá síðustu mælingu.

Píratar og Vinstrihreyfingin – grænt framboð tapa aftur á móti þremur prósentustigum hvor flokkur. Ríflega 10 prósent myndu kjósa Pírata og sjö prósent VG.

Þrjú prósent kjósenda myndi kjósa Framsóknarflokkinn og það sama á við um Dögun.

Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa samkvæmt þessu, Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð fengu fjóra borgarafulltrúa hvor og Píratar og VG fengu sinn borgarfulltrúann hvor.

Rúmlega 13 prósent svarenda könnunarinnar tóku ekki afstöðu eða neituðu a gefa hana upp. Ríflega 9 prósent segjast myndu skila auðu eða kjósa ekki færu kosningar fram nú. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×