Innlent

Aldís Hilmarsdóttir nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Aldís Hilmarsdóttir og Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Aldís Hilmarsdóttir og Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Aldís Hilmarsdóttir er nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður R-2, deildar sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi.Aldís hefur starfað í lögreglunni í meira en áratug, fyrst sem lögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík og Keflavík á árunum 2002-2003 og síðan sem lögreglufulltrúi í efnahagsbrotadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra frá síðla árs 2003 til snemma árs 2008. Þá réðst hún til starfa hjá Deloitte og vann þar megnið af árinu 2008.Aldís kom aftur til starfa hjá lögreglunni í árslok 2008 og var lögreglufulltrúi í fjármunabrotadeild LRH til vors 2011. Þá var hún ráðin til embættis sérstaks saksóknara og gegndi þar stöðu lögreglufulltrúa þar til nú.Aldís hefur lokið BS-námi í viðskiptafræði frá HR og stjórnunarnámskeiði frá HÍ. Aldís er sett í embætti til eins árs.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.