Innlent

Telur sig betri kost en Guðna Ágústsson

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Margir hafa þrýst á Guðna að leiða listann.
Margir hafa þrýst á Guðna að leiða listann.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sæti á Framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík telur sig betri kost en Guðna Ágústsson í oddvitasætið.

Hún vill þó bíða eftir endanlegri niðurröðun áður en hún tekur endanlega ákvörðun um hvort hún þiggi sæti á listanum.

Þrýst hefur verið á Guðna að leiða listann eftir að Óskar Bergsson steig til hliðar en ekki hefur opinberlega komist til tals að láta hana leiða flokkinn en kjörstjórn er enn að taka ákvörðun um uppröðun.

Guðrún segir að hún hafi þekkingu í grunnstoðum borgarkerfisins og að spurningin sé hvort verið sé að sækjast eftir raunverulegri faglegri þekkingu eða pólitík í borgarmálum.

Aðspurð hvort Guðrún Bryndís telji sig betri kost en Guðna svarar hún því játandi.

Já persónulega finnst mér það en kjörstjórnin velur hverjum þeim finnst bestur. Kjörstjórn bíður erfitt verkefni, spurningin er hvort fólk vilji nýja strauma inn í borgarpólitíkina eða halda þessu gamla áfram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.