Innlent

Flókið fyrir suma en ekki Bigga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Biggi lögga.
Biggi lögga. Mynd/Skjáskot
„Það er bara kjánalegt að þú sjáist í umferðinni og þú kunnir ekki að spenna beltin,“ segir Biggi lögga í nýjasta pistli sínum á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Biggi hefur vakið athygli fyrir kennslumyndbönd sín undanfarin misseri og nú fer hann yfir nauðsyn þess að nota bílbelt. Skref fyrir skref leiðbeinir hann áhorfendum hvernig spenna skuli beltin eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

„Nú tek ég hægri hendina, teygi mig, næ í beltið og þessi lausi endi fer ofan í það sem er merkt rautt eða appelsínugult,“ segir Biggi. Hann bendir á að beltin geri mikið gagn og fáránlegt sé að spenna ekki beltin.

„Ef þú kannt það ekki þá verðurðu að læra það,“ segir Biggi og bætir við að eigi maður á annað borð í vandræðum með að spenna beltin þá ætti maður ekki að keyra bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×