„Skaði sem ekki verði bættur“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 21:20 Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira