„Skaði sem ekki verði bættur“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 21:20 Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira