„Skaði sem ekki verði bættur“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 21:20 Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent