Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 2. apríl 2014 11:09 Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. "Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu,“ segir Eiríkur. Aðgerðir þær sem Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur upp með eru víðtækar og mun viðameiri en ráð má gera fyrir á milli langvarandi samstarfs- og vinaríkja að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnálafræði. Obama sendi bandaríska þinginu minnisblað í gær þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Forsetinn segir að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Obama beinir því meðal annars til bæði ráðherra og embættismanna ráðuneyta og ríkisstofnana að meta hvort það sé við hæfi að þeir heimsæki Íslands í ljósi stefnu landsins í veiðum á langreyð. „Þetta er mjög stórt atriði,“ segi Eiríkur. „Það er smám saman verið að herða þumalskrúfu gagnvart okkur. Það þýðir að það á að kæla samstarf við okkur og draga úr samskiptum Bandaríkjanna við Íslands frekar en að auka þau.“ Bandaríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. „Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða.“ „Sem við erum auðvitað í algjörum grundvallaratriðum ósammála og við gætum fært fram fjöldamörg dæmi um að svo er ekki,“ segir Eiríkur. „Jafnframt gætum við sýnt fram á að Bandaríkin eru sjálf á skjön við slíkar reglur að einhverju leyti.“ Það verði þó að hafa í huga stærðarmuninn á þessum tveimur þjóðum. Þær aðgerðir sem Bandaríkin fara í gagnvart Íslandi hafi áhrif en ekki öfugt.Sýnir vilja til að beita hreinum og klárum viðskiptaþvingunum „Bandaríkjamenn hafa verið að þrýsta á þetta mál lengi og þetta hefur verið í gangi í áratugi. Bandaríkin hafa haft ótrúlega harða afstöðu gegn hvalveiðum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. „Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu.“ Nú sé þó kveðið fastar að orði með því að Bandaríkin sýni vilja til þess að beita hreinum og klárum þvingunum. Ekki bara viðskiptaþvingunum heldur líka diplómatískum þvingunum. „Af hálfu Íslands hefur þetta alltaf verið þannig að okkur hefur fundist að aðrir eigi ekki að segja okkur fyrir verkum, sérstaklega ekki í í málum er varða nýtingu dýra á meðan verið er að nýta önnur dýr með sama hætti,“ segir Eiríkur. Á móti komi þó að Íslendingar hafi enga sérstaka hagsmuni af því að veiða hval og því sé hjákátlegt hvað þráast sé við. Veiðar á hvölum á Íslandi sé miklu frekar sportveiðar eins aðila frekar en einhverjir efnahagslegir hagsmunir séu í spilunum. Deilan er að sögn Eiríks dæmi um alþjóðadeilu sem lítur að fáránlegri afstöðu beggja aðila sem sé í raun fullkomlega óþörf af beggja hálfu. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Aðgerðir þær sem Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur upp með eru víðtækar og mun viðameiri en ráð má gera fyrir á milli langvarandi samstarfs- og vinaríkja að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnálafræði. Obama sendi bandaríska þinginu minnisblað í gær þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Forsetinn segir að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Obama beinir því meðal annars til bæði ráðherra og embættismanna ráðuneyta og ríkisstofnana að meta hvort það sé við hæfi að þeir heimsæki Íslands í ljósi stefnu landsins í veiðum á langreyð. „Þetta er mjög stórt atriði,“ segi Eiríkur. „Það er smám saman verið að herða þumalskrúfu gagnvart okkur. Það þýðir að það á að kæla samstarf við okkur og draga úr samskiptum Bandaríkjanna við Íslands frekar en að auka þau.“ Bandaríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. „Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða.“ „Sem við erum auðvitað í algjörum grundvallaratriðum ósammála og við gætum fært fram fjöldamörg dæmi um að svo er ekki,“ segir Eiríkur. „Jafnframt gætum við sýnt fram á að Bandaríkin eru sjálf á skjön við slíkar reglur að einhverju leyti.“ Það verði þó að hafa í huga stærðarmuninn á þessum tveimur þjóðum. Þær aðgerðir sem Bandaríkin fara í gagnvart Íslandi hafi áhrif en ekki öfugt.Sýnir vilja til að beita hreinum og klárum viðskiptaþvingunum „Bandaríkjamenn hafa verið að þrýsta á þetta mál lengi og þetta hefur verið í gangi í áratugi. Bandaríkin hafa haft ótrúlega harða afstöðu gegn hvalveiðum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. „Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu.“ Nú sé þó kveðið fastar að orði með því að Bandaríkin sýni vilja til þess að beita hreinum og klárum þvingunum. Ekki bara viðskiptaþvingunum heldur líka diplómatískum þvingunum. „Af hálfu Íslands hefur þetta alltaf verið þannig að okkur hefur fundist að aðrir eigi ekki að segja okkur fyrir verkum, sérstaklega ekki í í málum er varða nýtingu dýra á meðan verið er að nýta önnur dýr með sama hætti,“ segir Eiríkur. Á móti komi þó að Íslendingar hafi enga sérstaka hagsmuni af því að veiða hval og því sé hjákátlegt hvað þráast sé við. Veiðar á hvölum á Íslandi sé miklu frekar sportveiðar eins aðila frekar en einhverjir efnahagslegir hagsmunir séu í spilunum. Deilan er að sögn Eiríks dæmi um alþjóðadeilu sem lítur að fáránlegri afstöðu beggja aðila sem sé í raun fullkomlega óþörf af beggja hálfu.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent