Ísland eitt Norðurlanda án aðgerðarþjarka Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2014 20:00 Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem háskólasjúkrahús er ekki búið svo kölluðum aðgerðarþjarki, sem eykur mjög nákvæmni í aðgerðum vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Aðgerðir með þjarkanum minnka meðal annars líkur á þvagleka og ristruflunum eftir aðgerð. Aðgerðarþjarki er í raun vélmenni eða róbot sem gerir skurðlæknum kleift að gera aðgerðir með mun minna inngripi í líkama sjúklinga en með hefðbundnum aðgerðum með mun meiri nákvæmni. Tækið er til á öllum helstu háskólasjúkrahúsum Norðurlandanna en það kostar um 300 milljónir króna. Aðgerðir sem þessar voru kynntar á læknaþingi í Hörpu en Landsspítalinn Háskólasjúkrahús hefur yfir að ráða sérfræðingi sem hefur þjálfun á tæki sem þetta, sem fyrst var þróað til aðgerða vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Breytingin frá því sem hefðbundið er að gera með opinni aðgerð er að það eru minni skurðsár, það eru minni verkir eftir aðgerðir, það eru minni blæðingar og minni fylgikvillar eins og sýkingar. Eins er hægt að minnka fylgikvilla eins og geta fylgt aðgerðum á blöðruhálskirtli; risvandamál og lekavandamál,“ segir Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir sem er nýfluttur heim frá Svíþjóð, þar sem hann notaðist við tækið í aðgerðum. En með tækinu geta aðgerðir orðið nákvæmari þannig að auðveldara er að skera framhjá taugum sem stjórna holdrisi. „Það eru um það bil 2.500 tæki á 2.000 spítulum í heiminum í dag. Þannig að þetta er ekki framtíðin heldur nútíminn,“ segir Rafn. Það yrði mikil framför fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu að fá tæki sem þetta á Landsspítalann. En nú þegar hafa 40 milljónir safnast til kaupanna og vona menn að hægt verði að kaua tækið á næsta ári. „Það getur verið erfitt að keppa við stóru löndin hvað varðar laun en þegar kemur að aðstæðum og aðbúnaði skurðlækna getum við staðið okkur,“ segir Rafn. Þá þurfi sjúklingar ekki að liggja nema sólarhring á sjúkrahúsi eftir aðgerðina í stað nokkurra daga eftir hefðbundna aðgerð. En tækið gagnast ekki bara í aðgerðum vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Það nýtist við fjölbreyttar holaðgerðir eins og á nýrum og í kvensjúkdómalækningum. „Þetta er mjög gott tæki og mikið notað vegna krabbameins hjá konum og á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi þar sem ég starfa er það notað við meðferð á nánast öllum leghálskrabbameinum og legbolskrabbameinum,“ segir Pétur Reynisson kvensjúkdómalæknir. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem háskólasjúkrahús er ekki búið svo kölluðum aðgerðarþjarki, sem eykur mjög nákvæmni í aðgerðum vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Aðgerðir með þjarkanum minnka meðal annars líkur á þvagleka og ristruflunum eftir aðgerð. Aðgerðarþjarki er í raun vélmenni eða róbot sem gerir skurðlæknum kleift að gera aðgerðir með mun minna inngripi í líkama sjúklinga en með hefðbundnum aðgerðum með mun meiri nákvæmni. Tækið er til á öllum helstu háskólasjúkrahúsum Norðurlandanna en það kostar um 300 milljónir króna. Aðgerðir sem þessar voru kynntar á læknaþingi í Hörpu en Landsspítalinn Háskólasjúkrahús hefur yfir að ráða sérfræðingi sem hefur þjálfun á tæki sem þetta, sem fyrst var þróað til aðgerða vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Breytingin frá því sem hefðbundið er að gera með opinni aðgerð er að það eru minni skurðsár, það eru minni verkir eftir aðgerðir, það eru minni blæðingar og minni fylgikvillar eins og sýkingar. Eins er hægt að minnka fylgikvilla eins og geta fylgt aðgerðum á blöðruhálskirtli; risvandamál og lekavandamál,“ segir Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir sem er nýfluttur heim frá Svíþjóð, þar sem hann notaðist við tækið í aðgerðum. En með tækinu geta aðgerðir orðið nákvæmari þannig að auðveldara er að skera framhjá taugum sem stjórna holdrisi. „Það eru um það bil 2.500 tæki á 2.000 spítulum í heiminum í dag. Þannig að þetta er ekki framtíðin heldur nútíminn,“ segir Rafn. Það yrði mikil framför fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu að fá tæki sem þetta á Landsspítalann. En nú þegar hafa 40 milljónir safnast til kaupanna og vona menn að hægt verði að kaua tækið á næsta ári. „Það getur verið erfitt að keppa við stóru löndin hvað varðar laun en þegar kemur að aðstæðum og aðbúnaði skurðlækna getum við staðið okkur,“ segir Rafn. Þá þurfi sjúklingar ekki að liggja nema sólarhring á sjúkrahúsi eftir aðgerðina í stað nokkurra daga eftir hefðbundna aðgerð. En tækið gagnast ekki bara í aðgerðum vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Það nýtist við fjölbreyttar holaðgerðir eins og á nýrum og í kvensjúkdómalækningum. „Þetta er mjög gott tæki og mikið notað vegna krabbameins hjá konum og á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi þar sem ég starfa er það notað við meðferð á nánast öllum leghálskrabbameinum og legbolskrabbameinum,“ segir Pétur Reynisson kvensjúkdómalæknir.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira