Segja grenitré á Íslandi orðin nógu stór til að verða jólatré Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2014 19:45 Fjölmennasti viðburður í boðun jólanna á Íslandi, tendrun ljósanna á Oslóartrénu á Austurvelli, kann að heyra sögunni til. Borgarstjóri Oslóar segist ætla að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré. Í 63 ár hefur þetta verið stærsti viðburður á aðventunni í Reykjavík, þúsundir manna mæta jafnan til að fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli. Því bregður mörgum í brún þegar boðað er á að gjöfin verði skorin niður. Reykjavík og Rotterdam hafa trúlega fengið síðasta jólatréð að gjöf, segir Aftenposten. Þannig sparast 180 þúsund norskar krónur eða 3,4 milljónir íslenskra. Ekki er nefnd sú ástæða að jólatréð hafi verið brennt í búsáhaldabyltingunni árið 2009. Heldur sagt að það sé of dýrt, flókið og lítið umhverfisvænt að senda stærðar jólatré um langan veg. Viðbrögðin hérlendis hafa ekki látið á sér standa. „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og sagði þetta bætast við það hvernig Norðmenn og Færeyingar fóru með Ísland í makríldeilunni. Ráðamenn Oslóar benda reyndar á að Íslendingar hafi verið duglegir að planta trjám og eigi orðið sjálfir nægilega stór grenitré, sem skorti árið 1951. Borgarstjóri Oslóar segist vilja ræða við starfsbróður sinn í Reykjavík um að finna aðra leið til að viðhalda þessari gleðilegu jólahefð. Það gæti því orðið síðasta áskorun Jóns Gnarr í embætti að bjarga jólunum í Reykjavík. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Fjölmennasti viðburður í boðun jólanna á Íslandi, tendrun ljósanna á Oslóartrénu á Austurvelli, kann að heyra sögunni til. Borgarstjóri Oslóar segist ætla að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré. Í 63 ár hefur þetta verið stærsti viðburður á aðventunni í Reykjavík, þúsundir manna mæta jafnan til að fylgjast með því þegar ljósin eru tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli. Því bregður mörgum í brún þegar boðað er á að gjöfin verði skorin niður. Reykjavík og Rotterdam hafa trúlega fengið síðasta jólatréð að gjöf, segir Aftenposten. Þannig sparast 180 þúsund norskar krónur eða 3,4 milljónir íslenskra. Ekki er nefnd sú ástæða að jólatréð hafi verið brennt í búsáhaldabyltingunni árið 2009. Heldur sagt að það sé of dýrt, flókið og lítið umhverfisvænt að senda stærðar jólatré um langan veg. Viðbrögðin hérlendis hafa ekki látið á sér standa. „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. „Vinátta Norðmanna við Ísland er ekki einu sinni eins jólatrés virði,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og sagði þetta bætast við það hvernig Norðmenn og Færeyingar fóru með Ísland í makríldeilunni. Ráðamenn Oslóar benda reyndar á að Íslendingar hafi verið duglegir að planta trjám og eigi orðið sjálfir nægilega stór grenitré, sem skorti árið 1951. Borgarstjóri Oslóar segist vilja ræða við starfsbróður sinn í Reykjavík um að finna aðra leið til að viðhalda þessari gleðilegu jólahefð. Það gæti því orðið síðasta áskorun Jóns Gnarr í embætti að bjarga jólunum í Reykjavík.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira