Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2014 11:02 vísir/gva Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Stofnaður hefur verið lokaður, leynilegur hópur á Facebook í þeim tilgangi að hefja undirbúning að stofnun nýs hægri flokks. Raddir hafa verið uppi um að hávær minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefði hugmyndir um að stofna slíkan flokk eftir að ríkisstjórnin lagði fram þingsályktunartillögu um afturköllun ESB. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson stofnaði hópinn í gærkvöldi. Hópurinn ber nafnið Nýi Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er enn á hugmynda- og undirbúningsstigi en eitt af þeirra meginstefnumálum er aðild að Evrópusambandinu. „Það er mikil gerjun í gangi og augljóslega mikill vilji til staðar,“ segir Sveinn Andri í samtali við Vísi.Skjáskot af síðu hópsins.Mikil óánægja innan Sjálfstæðisflokksins Sveinn Andri segir mikla óánægju krauma innan Sjálfstæðisflokksins og segir því umtalsverða hættu vera á að flokkurinn klofni út frá málefnalegum grunni. „Ef einhvern tímann væri hætta á því að flokkurinn klofnaði þá held ég að það sé núna. Harka og ósveigjanleiki er nú ríkjandi innan ráðandi afla innan flokksins sem gæti leitt til þess að varanlegur klofningur verði.“ Nauðsynlegt er að fá boð frá meðlimi hópsins til þess að fá inngöngu í hann, en á annað hundrað manns eru nú í hópnum. „Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“Skjáskot af síðu hópsins.Liggur meira í loftinu en annað Vísir bar hugmyndir um nýjan flokk undir Benedikt Jóhannesson, formann Sjálfstæðra Evrópumanna og Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Þeir gáfu lítið fyrir hugmyndir um nýjan flokk. Þeir segja að fólk hafi rætt þetta, eins og oft áður, en einungis á óformlegum nótum. „Þetta liggur meira í loftinu en annað. Fólk hefur vissulega rætt þetta, en hvort eitthvað verði úr þessu get ég ekki svarað til um,“ sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Vísi. MMR stendur fyrir spurningakönnun þar sem fólk er beðið að lýsa afstöðu sinni til forystumanna í íslenskum stjórnmálum og forseta Íslands. Nafn Þorsteins Pálssonar kemur þar upp. Hann segir könnunina þó hafa verið gerða án sinnar vitundar. „Það er ekkert sem ég get sagt þér um þennan flokk. Ég hef heyrt af þessu en ekki mikið meira en það,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira