Innlent

Gunnar Bragi kynnir skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, mun kynna skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, mun kynna skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál. VISIR/PJETUR
Utanríkismál verða á dagskrá Alþingis í dag auk óundirbúinna fyrirspurna.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, mun kynna skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál.

Evrópumálin hafa verið mikið til umræðu á Alþingi á þessu ári en stjórnarandstaðan hefur mótmælt harðlega tillögu Gunnars Braga um draga.

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið.

Staðan á Krím hefur einnig verið til umræðu á Alþingi undanfarnar vikur og hafa íslensk stjórnvöld fordæmt aðgerðir Rússa í Úkraínu.

Alþingi kemur saman klukkan 10:30 í dag en hér að neðan má horfa á beina útsendingu frá Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×