Íbúar í hættu í sprengingu við Gálgahraun Stefán Árni Pálsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 15:11 Haraldur segir að steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. mynd/aðsend Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira
Steinum rigndi yfir íbúðarhverfi við Álftanesveg í gær þegar sprengt var fyrir nýju vegstæði í Garðahrauni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í Prýðishverfinu í Garðabæ. Þykir mildi að enginn hafi slasast, en fimm ára gamalt barn var að leik skammt frá og lentu hnullungarnir nálægt því. Annað barn var statt í dyragætt á bílskúr og náði að forða sér inn, þegar steinunum tók að rigna yfir hverfið. Bílar og fleiri hlutir urðu fyrir skemmdum vegna þessa. Að sögn íbúa hafa starfsmenn Íslenskra aðalverktaka, sem vinna verkið beðist afsökunar á þessu. Íbúum var tjáð að hleðslan á sprengjum yrði framvegis fjórum sinnum minni. Fréttastofa hefur rætt við íbúa sem ætla að láta meta hvort eitthvað frekara tjón hafi hlotist af steinaregninu og ætla að leita til tryggingafélaga. Hér að neðan má sjá myndband af sprengingunni.mynd/aðsend„Þeir eru að vinna við Álftanesveginn núna og sprengja hér oft á tíðum,“ segir Haraldur Árnason, íbúi í Mosprýði í Garðabæ. „Hingað til höfum við aðeins orðið vör við smá titring vegna sprenginganna, bara eins og gengur og gerist þegar svona framkvæmdir eru annars vegar. Í gær þá sprengdu þeir 900 rúmmetra sem er mjög óvanalegt. Yfirleitt hafa þeir verið að sprengja í minni skömmtum.“ Haraldur segir að verktakinn sprengi nú nánast alveg upp við húsin í hverfinu. „Sprengingin virðist hafa misheppnast í gær og það rigndi hér steinum yfir hverfið. Það eru skemmdir á húsinu mínu sem og á bílnum hjá okkur. Þetta var mjög öflug sprengja og töluvert af grjóti hafnaði hér upp á þaki. Grjótið fór einnig yfir húsið okkar og yfir í næstu hús.“ Haraldur segir nágranna sinn hafa verið með barn úti í barnavagni þegar sprengingin átti sér stað. Þar hafi hnullungar hafnað í námunda við vagninn.mynd/aðsend„Þetta hefði getað skapað stórkostlega hættu og við fengum lögregluna á svæðið í gær. Lögreglan kallaði til vinnueftirlitið og fóru þeir yfir allan búnað á vinnusvæðinu. Ég hef lítið heyrt hvað kom út úr þeirri skoðun.“ Haraldur segir ennfremur að þetta hafi verið gríðarlega öflug sprenging og að húsið hafi leikið á reiðiskjálfi. „Þeir hjá Íslenskum aðalverktökum viðurkenndu síðar að þeir hefðu líklega sprengt óþarflega mikið í einu. Húsið fékk á sig rosalegt högg og við erum að fá tryggingarfélagið til okkar eftir helgi til þess að kanna hvort það séu einhverjar skemmdir á húsunum í hverfinu,“ segir Haraldur. Hann segir skemmdirnar á húsnæði sínu aðallega vera á málningunni en steinhnullungar á stærð við hnefa liggi út um allt. Haraldur ætlar láta skoða skemmdirnar á húsi sínu og bíl frekar.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Sjá meira