„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. mars 2014 12:35 Sigmundur ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að ESB vildu fá skýr svör varðandi það hvort halda bæri aðildaviðræðum áfram. vísir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að ESB vildu fá skýr svör varðandi það hvort halda bæri aðildaviðræðum áfram. Þá sagði Sigmundur að afstaða ríkisstjórnarinnar hefði ekki breyst. „Hér er um að ræða ákvörðun sem var tekin af fyrri stjórnvöldum án þess að spyrja þjóðina,“ sagði Sigmundur. „Ef ríkisstjórn hverfur frá afstöðu síðustu ríkisstjórnar er hún ekki að ganga á rétt þjóðarinnar ef það er ákvörðun sem var tekin án aðkomu þjóðarinnar.“ Sigurjón spilaði upptöku af Sigmundi frá því fyrir kosningar. Sjáum hvort þú náir að hanka mig,“ Sagði Sigmundur í gamansömum tón áður en upptakan var spiluð. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að vera í aðildarviðræðum en mér finnst alveg eðlilegt að leyfa fólki að kjósa um það,“ sagði Sigmundur í upptökunni. „Þá er ekkert því til fyrirstöðu að kjósa því menn vita hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið.“ „Ég var þráspurður og svaraði alltaf á sama hátt,“ sagði Sigmundur um upptökuna og sagðist hafa sagt í lokin að hann gerði ráð fyrir því að það hlyti að koma að þjóðaratkvæðagreiðslu einhvern tímann. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið og við meira að segja stefnum á að breyta stjórnarskránni þannig að hægt sé að halda bindandi þjóðarakvæðagreisðlu. En eins og sakir standa eru þjóðaratkvæðagreiðslur ekki bindandi heldur ráðgefandi. Eftir stendur að þingmönnum ber samkvæmt stjórnarskrá að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Viðtalið við Sigmund má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að ESB vildu fá skýr svör varðandi það hvort halda bæri aðildaviðræðum áfram. Þá sagði Sigmundur að afstaða ríkisstjórnarinnar hefði ekki breyst. „Hér er um að ræða ákvörðun sem var tekin af fyrri stjórnvöldum án þess að spyrja þjóðina,“ sagði Sigmundur. „Ef ríkisstjórn hverfur frá afstöðu síðustu ríkisstjórnar er hún ekki að ganga á rétt þjóðarinnar ef það er ákvörðun sem var tekin án aðkomu þjóðarinnar.“ Sigurjón spilaði upptöku af Sigmundi frá því fyrir kosningar. Sjáum hvort þú náir að hanka mig,“ Sagði Sigmundur í gamansömum tón áður en upptakan var spiluð. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki að vera í aðildarviðræðum en mér finnst alveg eðlilegt að leyfa fólki að kjósa um það,“ sagði Sigmundur í upptökunni. „Þá er ekkert því til fyrirstöðu að kjósa því menn vita hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið.“ „Ég var þráspurður og svaraði alltaf á sama hátt,“ sagði Sigmundur um upptökuna og sagðist hafa sagt í lokin að hann gerði ráð fyrir því að það hlyti að koma að þjóðaratkvæðagreiðslu einhvern tímann. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið og við meira að segja stefnum á að breyta stjórnarskránni þannig að hægt sé að halda bindandi þjóðarakvæðagreisðlu. En eins og sakir standa eru þjóðaratkvæðagreiðslur ekki bindandi heldur ráðgefandi. Eftir stendur að þingmönnum ber samkvæmt stjórnarskrá að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Viðtalið við Sigmund má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira