Spá allt að 50 metrum á sekúndu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2014 12:11 Allt að 40-50 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi frá því um kl. 15 og fram á kvöld. Búist er við suðaustan stormi á landinu í dag sem fyrst mun gera vart um sig SV-til um og eftir hádegi og verður að hámarki á því svæði á milli klukkan þrjú og fimm í dag. Síðar í dag mun snúa í suðvestur og þá fylgir úrkoma sem víða mun ná upp á fjallvegi. Þar sem sem snjór og ís er fyrir verður flughált við þessar aðstæður síðar í dag og kvöld. Reikna má með hviðum 30-40 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir hádegi og til kl. 17. Allt að 40-50 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi frá því um kl. 15 og fram á kvöld.Færð og aðstæður Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars er víða hálka eða hálkublettir á Suðurlandi. Þæfingur er í Kjósarskarði en ófært eins og er um Krísuvíkurveg við Kleifarvatn. Það er hálka eða hálkublettir víða á Vesturlandi. Ófært er á Fróðárheiði og beðið með mokstur. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum vegum og éljagangur víða á sunnanverðum fjörðunum. Snjóþekja og skafrenningur er á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Norðurlandi. Vegurinn um Hólasand er ófær og þungfært er í Bárðardal. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði og verður ekki mokað í dag. Víða er hálka eða hálkublettir á Austurlandi en snjóþekja á Fjarðarheiði. Greiðfært er síðan frá Reyðarfirði og að Kvískerjum en hálka, snjóþekja og hálkublettir áfram með suðurströndinni.Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði Í þessari viku er áfram spáð umhleypingasömu veðri. Vegagerðin mun reyna að nýta alla þá daga sem gefast til að opna leiðirnar og verða upplýsingar um stöðu mála hverju sinni birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar og veittar í síma 1777.Hringvegur við Súlu/Núpsvötn á Skeiðarársandi Vegna vinnu við einbreiða brú má búast við umferðartöfum allt að 30 mínútur í senn milli kl. 8 og 19 mánudag til fimmtudags í þessari viku, 10. -13. mars.Vinna í Múlagöngum Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Búist er við suðaustan stormi á landinu í dag sem fyrst mun gera vart um sig SV-til um og eftir hádegi og verður að hámarki á því svæði á milli klukkan þrjú og fimm í dag. Síðar í dag mun snúa í suðvestur og þá fylgir úrkoma sem víða mun ná upp á fjallvegi. Þar sem sem snjór og ís er fyrir verður flughált við þessar aðstæður síðar í dag og kvöld. Reikna má með hviðum 30-40 m/s á utanverðu Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir hádegi og til kl. 17. Allt að 40-50 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi frá því um kl. 15 og fram á kvöld.Færð og aðstæður Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en annars er víða hálka eða hálkublettir á Suðurlandi. Þæfingur er í Kjósarskarði en ófært eins og er um Krísuvíkurveg við Kleifarvatn. Það er hálka eða hálkublettir víða á Vesturlandi. Ófært er á Fróðárheiði og beðið með mokstur. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum vegum og éljagangur víða á sunnanverðum fjörðunum. Snjóþekja og skafrenningur er á Klettshálsi, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Hálka eða hálkublettir eru víðast hvar á Norðurlandi. Vegurinn um Hólasand er ófær og þungfært er í Bárðardal. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði og verður ekki mokað í dag. Víða er hálka eða hálkublettir á Austurlandi en snjóþekja á Fjarðarheiði. Greiðfært er síðan frá Reyðarfirði og að Kvískerjum en hálka, snjóþekja og hálkublettir áfram með suðurströndinni.Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði Í þessari viku er áfram spáð umhleypingasömu veðri. Vegagerðin mun reyna að nýta alla þá daga sem gefast til að opna leiðirnar og verða upplýsingar um stöðu mála hverju sinni birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar og veittar í síma 1777.Hringvegur við Súlu/Núpsvötn á Skeiðarársandi Vegna vinnu við einbreiða brú má búast við umferðartöfum allt að 30 mínútur í senn milli kl. 8 og 19 mánudag til fimmtudags í þessari viku, 10. -13. mars.Vinna í Múlagöngum Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira