Segir þjóðina ekki tilbúna í þessa vegferð með ríkisstjórninni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2014 15:08 Bæjarstjórn Kópavogs skorar á ríkisstjórnina að slíta ekki viðræðum. visir/samsett „Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins." ESB-málið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta mál þróaðist í þá átt að bæjarstjórn ákvað að skora á ríkisstjórnina,“ segir Ómars Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hann lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. Upphaflega ætlaði Ómar sér að leggja þessa tillögu fyrir í bæjarráði. „Menn eru klofnir í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum en ég hefði persónulega vilja sjá Framsóknarflokkinn fylgja þeirri ályktun frá síðasta flokksþingi að ekki yrði haldið lengra nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ómar og bendir á að það hafi einmitt komið fram í ríkisstjórnarsáttmálanum. Ómar telur vænlegast að málið sé einfaldlega sett á ís á meðan ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að halda viðræðunum áfram. Hann telur einnig að umræðan um Evrópumálin hafi tekið of mikinn tíma frá þingmönnum. Þjóðin sé greinilega ekki tilbúin í þessa vegferð með ríkisstjórninni.Framsóknarflokkurinn lausnamiðaður flokkur „Framsóknarflokkurinn er lausnamiðaður flokkur og þarna er ein lausn í boði sem mér finnst ekki hægt að útiloka. Eins og staðan er núna í þjóðfélaginu þá er ríkisstjórnin ekki að ná fram sátt um málið og því væri vænlegast að fara að einbeita sér að öðrum hlutum og setja málið á ís.“ Tillaga bæjarstjórnarinnar var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn. „Það var ánægjulegt að sjá Ármann [Kr. Ólafsson] og Gunnar [Birgisson] ná saman um þessa tillögu,“ sagði Ómar en þeir sátu báðir hjá. „Manni hlýnaði um hjartarætur að það væri að nást sátt í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi.“ Svona hljóðar áskorun bæjarstjórnar Kópavogs: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins."
ESB-málið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira