Innlent

Bæjarstjórn Kópavogs skorar á ríkisstjórnina að slíta ekki viðræðum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Tillaga Ómars var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn.
Tillaga Ómars var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn.
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs nú í kvöld um að skorað yrði á ríkisstjórnina að draga þingsályktunartillögu um viðræðuslit við ESB til baka. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum. Þrír sátu hjá, allt sjálfstæðismenn.

Svona hljóðaði tillagan: „Bæjarstjórn skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins."

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og oddviti sjálfstæðismanna, sagði það ekki á verksviði bæjarins að setja fram svona áskoranir og sagði framsóknarmenn í Kópavogi geta haldið fund og ályktað um þessi mál ef þeir vildu.

Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi tillögunni líka atkvæði sitt.

Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins sagði tillöguna góða og hún lýsti hugrekki og framsýni framsóknarmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×