"Ekki fer þjóðin að segja af sér“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. mars 2014 18:30 Þúsundir manna hafa sótt mótmælafundi á Austurvelli síðan ríkisstjórnartillagan var kynnt. Vísir/Pjetur Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag. ESB-málið Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag.
ESB-málið Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira