Fjöldi mála ónýtur vegna ófullkominna reglna Elimar Hauksson skrifar 15. mars 2014 20:00 Löggjafinn ákveður hvaða háttsemi telst refsiverð en ekki einhverjar undirstofnanir útí bæ, segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Hann telur að ekki sé hægt að byggja refsingu á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál þar sem um of víðtækt framsal lagasetningarvalds hafi verið að ræða af hálfu löggjafans. Í gær var greint frá því að sérstakur saksóknari hyggðist ekki halda til streitu stórum hluta ákæru í stóru gjaldeyrisbrotamáli á hendur fjórmenningunum í svokölluðu Aserta máli vegna þess að Seðlabankinn aflaði ekki samþykkis viðskiptaráðherra fyrir útgáfu reglna um gjaldeyrisviðskipti. Reglurnar voru í gildi frá 15. desember 2008 til 31. október 2009 og því er ekki hægt að byggja refsingu á brotum sem áttu sér stað á því tímabili vegna þess að stjórnvaldsfyrirmælin skorti lagastoð á því tímabili. Þetta hefur áhrif á töluverðan fjölda mála sem eru til meðferðar hjá sérstökum saksóknara, meðal annars umfangsmikið mál útgerðarfélagsins Samherja. Seðlabankinn setti reglur um gjaldeyrismál fjórum sinnum áður en refsiheimildin var færð í gjaldeyrislögin í október 2011. „Mér finnst þetta framsal sem Seðlabankanum var á sínum tíma veitt alltof víðtækt og í andstöðu við bæði aðra og 69. grein stjórnarskrárinnar,“ segir Jón og bætir við að ef eigi að refsa fyrir brot á lögum, þá þurfi slíkt að koma fram í lögunum sjálfum. Á því tímabili sem um ræðir hafi þessu skilyrði hins vegar ekki verið uppfyllt og því séu ekki hægt að byggja ákæru á reglunum sem um ræðir. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Löggjafinn ákveður hvaða háttsemi telst refsiverð en ekki einhverjar undirstofnanir útí bæ, segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Hann telur að ekki sé hægt að byggja refsingu á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál þar sem um of víðtækt framsal lagasetningarvalds hafi verið að ræða af hálfu löggjafans. Í gær var greint frá því að sérstakur saksóknari hyggðist ekki halda til streitu stórum hluta ákæru í stóru gjaldeyrisbrotamáli á hendur fjórmenningunum í svokölluðu Aserta máli vegna þess að Seðlabankinn aflaði ekki samþykkis viðskiptaráðherra fyrir útgáfu reglna um gjaldeyrisviðskipti. Reglurnar voru í gildi frá 15. desember 2008 til 31. október 2009 og því er ekki hægt að byggja refsingu á brotum sem áttu sér stað á því tímabili vegna þess að stjórnvaldsfyrirmælin skorti lagastoð á því tímabili. Þetta hefur áhrif á töluverðan fjölda mála sem eru til meðferðar hjá sérstökum saksóknara, meðal annars umfangsmikið mál útgerðarfélagsins Samherja. Seðlabankinn setti reglur um gjaldeyrismál fjórum sinnum áður en refsiheimildin var færð í gjaldeyrislögin í október 2011. „Mér finnst þetta framsal sem Seðlabankanum var á sínum tíma veitt alltof víðtækt og í andstöðu við bæði aðra og 69. grein stjórnarskrárinnar,“ segir Jón og bætir við að ef eigi að refsa fyrir brot á lögum, þá þurfi slíkt að koma fram í lögunum sjálfum. Á því tímabili sem um ræðir hafi þessu skilyrði hins vegar ekki verið uppfyllt og því séu ekki hægt að byggja ákæru á reglunum sem um ræðir.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira