Sykursjúkir útilokaðir frá líftryggingu Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. mars 2014 19:50 Einstaklingar við nærri fullkomna heilsu en greindir með sykursýki 1 eiga ekki möguleika á líf- og sjúkdómatryggingu hér á landi án þess að greiða 200% hærra iðngjald. Formaður sykursjúkra á Íslandi gagnrýnir að insúlínháðir séu strax útilokaðir frá líftryggingu. Talið er að um 7000 þúsund Íslendingar séu greindir með sykursýki og glíma um 15% þeirra við insúlínháða sykursýki sem í daglegu tali er nefnt sykursýki 1. Í gegnum tíðina hafa sykursjúkir ekki getað líf- og sjúkdómatryggt sig án þess að verja til þess umtalsverðum fjárhæðum. Félag sykursjúkra á Íslandi segir ástandið bagalegt sérstaklega fyrir ungt fólk með börn. „Mér finnst þetta náttúrulega ekki réttlátt. Það hefur komið í ljós við rannsóknir að einstaklingur með sykursýki getur jafnvel verið við betri heilsu en sá sem er ekki með neinn skráðan sjúkdóm. Þetta er óréttlátt - ósanngjarnt að allir séu settir undir sama hatt,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Samtaka sykursjúkra á Íslandi.Borga 200% hærri iðngjald fyrir líftryggingu Tökum dæmi. 35 ára karlmaður sem reykir ekki greiðir árlega 17.380 krónur fyrir 10 milljón króna líftryggingu hjá íslensku tryggingafélagi. Kona greiðir 12.940 krónur miðað við sömu forsendur. Einstaklingur á sama aldri með sykursýki 1 á möguleika á líftryggingu en þó gegn töluvert hærra iðngjaldi. Sé einstaklingurinn heilsuhraustur þá greiðir karlmaður um 52 þúsund krónur árlega fyrir sömu tryggingu. Kona í sömu stöðu greiðir tæp 38 þúsund. Verðmunurinn er um 200%. „Fyrir ungt fólk með ung börn og miklar skuldir þá hlýtur þetta að skipta máli. Jafnmiklu máli og fyrir allt annað fólk sem vill kaupa sér líftryggingu,“ segir Sigríður sem vonast eftir breytingum. „Það eru mál í gangi í Svíþjóð og Danmörku. Ef þau skila árangri þá vonast ég til að sama niðurstaða verði á Íslandi.“ Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Einstaklingar við nærri fullkomna heilsu en greindir með sykursýki 1 eiga ekki möguleika á líf- og sjúkdómatryggingu hér á landi án þess að greiða 200% hærra iðngjald. Formaður sykursjúkra á Íslandi gagnrýnir að insúlínháðir séu strax útilokaðir frá líftryggingu. Talið er að um 7000 þúsund Íslendingar séu greindir með sykursýki og glíma um 15% þeirra við insúlínháða sykursýki sem í daglegu tali er nefnt sykursýki 1. Í gegnum tíðina hafa sykursjúkir ekki getað líf- og sjúkdómatryggt sig án þess að verja til þess umtalsverðum fjárhæðum. Félag sykursjúkra á Íslandi segir ástandið bagalegt sérstaklega fyrir ungt fólk með börn. „Mér finnst þetta náttúrulega ekki réttlátt. Það hefur komið í ljós við rannsóknir að einstaklingur með sykursýki getur jafnvel verið við betri heilsu en sá sem er ekki með neinn skráðan sjúkdóm. Þetta er óréttlátt - ósanngjarnt að allir séu settir undir sama hatt,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Samtaka sykursjúkra á Íslandi.Borga 200% hærri iðngjald fyrir líftryggingu Tökum dæmi. 35 ára karlmaður sem reykir ekki greiðir árlega 17.380 krónur fyrir 10 milljón króna líftryggingu hjá íslensku tryggingafélagi. Kona greiðir 12.940 krónur miðað við sömu forsendur. Einstaklingur á sama aldri með sykursýki 1 á möguleika á líftryggingu en þó gegn töluvert hærra iðngjaldi. Sé einstaklingurinn heilsuhraustur þá greiðir karlmaður um 52 þúsund krónur árlega fyrir sömu tryggingu. Kona í sömu stöðu greiðir tæp 38 þúsund. Verðmunurinn er um 200%. „Fyrir ungt fólk með ung börn og miklar skuldir þá hlýtur þetta að skipta máli. Jafnmiklu máli og fyrir allt annað fólk sem vill kaupa sér líftryggingu,“ segir Sigríður sem vonast eftir breytingum. „Það eru mál í gangi í Svíþjóð og Danmörku. Ef þau skila árangri þá vonast ég til að sama niðurstaða verði á Íslandi.“
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira