Lífið

Uppselt fyrir meðlimi aðdáendaklúbbs JT

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Miðar rjúka út á Justin Timberlake og félaga hans í The Tennessee Kids.
Miðar rjúka út á Justin Timberlake og félaga hans í The Tennessee Kids. Vísir/Getty
Miðar sem voru í boði í forsölu fyrir meðlimi aðdáendaklúbbs Justins Timberlake, The Tennessee Kids hafa selst upp. Takmarkað magn miða fór í forsölu klukkan 10.00 í morgun en talið er að um þrjú þúsund miðar hafi selst upp á um tuttugu mínútum. Talið er að stúkumiðarnir, sem voru nokkur hundruð, hafi selst upp á nokkrum sekúndum.

„Stúkan tekur einungis 1.300 manns og miðarnir kláruðust, og munu klárast á nokkrum sekúndum. Það var þannig í morgun og það verður þannig á morgun og á fimmtudaginn. 1.300 miðar deilt á þrjár forsölur eru svo fáir miðar,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari Senu.

Forsalan fór þannig fram, að þeir sem skráðir voru í klúbbinn gátu smellt á tengil á vefsvæði sínu. Tengillinn var á inn á vefsíðuna Miði.is. Ekki var hægt að versla fleiri en fjóra miða á hvern meðlim í aðdáendaklúbbnum.

Önnur forsala fer í gang í fyrramálið hjá Wow Air og Vodafone en talið er að fleiri miðar verði í boði í forsölunni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×