Svona má draga úr brottfalli í íþróttum Hrund Þórsdóttir skrifar 6. mars 2014 00:01 Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Grindvíkingar hafa fundið leið til að draga úr brottfalli barna úr íþróttum og auka fjölbreytni í æfingum. Hlutfall barna sem æfir íþróttir í bænum er hátt og kostnaður við fyrirkomulagið er lítill. Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best. „Í dag erum við með skóla með um 500 börnum og 310 til 320 krakkar eru að æfa íþróttir sem er hátt í 60%,“ segir Gunnlaugur Hreinsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur. „Nú erum við aftur á móti að fara í samninga við Grindavíkurbæ um að styrkja 17, 18 og 19 ára ungmenni og finna leiðir til að auka iðkendur í þessum flokkum.“ Innan UMFG er auk þessa sjóður sem styrkir börn sem ekki hafa efni á æfingagjöldum. Ákveðinn starfsmaður sér um hann. „Hún er bara að setja þetta í deildirnar og hvaða börn fá þessa styrki veit enginn nema hún og félagsmálafulltrúi Grindavíkurbæjar,“ segir Gunnlaugur. Dregið hefur úr brottfalli úr íþróttum. „Við sjáum að krakkarnir eru að fara í fleiri greinar og foreldrarnir eru mjög ánæðir, þetta er auðvitað fyrst og fremst stuðningur við foreldra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Hvað leggið þið mikið fjármagn í þetta? „Við leggjum rúmar 20 milljónir á ári í þetta verkefni, eða 40 til 50 þúsund krónur á hvert barn í þessum aldurshópi,“ segir Róbert. Og er þetta góð fjárfesting? „Þetta er aðalfjárfestingin, að fjárfesta í börnunum og það er það sem við erum að gera sem sveitarfélag.“ Mörg sveitarfélög notast við frístundakort en Róbert segir kostnað fylgja þeim, ólíkt kerfinu í Grindavík. „Þetta er mjög ódýrt í umsýslu og hefur reynst mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir hann.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira