Innlent

Píratar leggja fram þingsályktun um þjóðaratkvæði vegna ESB

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Píratar á Alþingi hafa útbýtt á þingi ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Í tilkynningu frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata er bent á að til að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum í vor þurfi Alþingi að samþykkja slíka ályktun fyrir 28. febrúar, eða næstkomandi föstudag.

Jón Þór fullyrðir að um tveir af hverjum þremur kosningabærum Íslendingum vilji slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa Píratar nú boðið þeim þingmönnum úr öðrum flokkum sem eru sama sinnis að verða meðflutningsmenn að tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×