Innlent

Fjöldi undirskrifta kominn yfir 20 þúsund

Frá mótmælum á Austurvelli í gær.
Frá mótmælum á Austurvelli í gær. Vísir/Pjetur
Liðlega 20 þúsund manns hafa nú skráð sig á mótmælalista á vefnum Þjóð.is, þar sem því er mótmælt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þess krafist að þjóðin greiði atkvæði um málið. Síðan var opnuð klukkan tíu í fyrrakvöld.

Umræðunni um þingályktunartillögu þess efnis að slíta aðildarviðræðum, var frestað í gær en umræður um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands stóðu fram undir miðnætti og voru 13 þingmenn þá enn á mælendaskrá.

Umræðunni verður fram haldið í dag og boðað hefur verið til mótmæla á nýjan leik á Austurvelli klukkan fimm síðdegis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.