Bólusetningin gagnast fleirum en 12 ára stúlkum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 10:23 "Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira