Innlent

Samkomulag var nánast í höfn

Jakob Bjarnar skrifar
Þingið í gær. Sigmundur Davíð forsætisráðherra er baksviðs.
Þingið í gær. Sigmundur Davíð forsætisráðherra er baksviðs. visir/valli
Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins hefur nú fundað stíft með þingflokksformönnum. Þingfundum hefur ítrekað verið frestað á meðan. Málið snýst um ágreining um hvernig þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði meðhöndluð. Formenn þingflokka freista þess nú að ná samkomulagi um framhald þingstarfa.

Samkvæmt heimildum Vísis var búið að ná samkomulagi um að utanríkisráðherra myndi mæla fyrir tillögu sinni í dag og þá myndi fulltrúi hvers flokks um sig fá svigrúm til andmæla og flytja ræðu um tillöguna. Síðan yrði málið sett í nefnd. Á síðustu stundu kom fram krafa frá ríkisstjórninni um að sett yrði niður ákveðin dagsetning um hvenær málið færi í atkvæðagreiðslu og taldi stjórnarandstaðan sig ekki geta fallist á það. Enn er fundað um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×