Nær 40 þúsund undirskriftir: Háð geðþótta stjórnvalda hvort tekið verði tillit til þeirra Hrund Þórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40
Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28