Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Jóhannes Stefánsson skrifar 27. febrúar 2014 22:09 Hlín Einars segir að Hildur Lilliendahl sé nú búin að afhjúpa sig. Vísir/Valgarður Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi berja Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín um bólfimi karla. Á þetta bendir Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar og sambýlismaður Hlínar Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is.Hildur sagðist í viðtali á Vísi fyrr í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill aðspurð hvort hún hefði viðhaft misjöfn orð um nafngreinda einstaklinga. „Ég hef alveg ábyggilega sagt fullt af hlutum sem er ástæða til að biðjast fyrirgefningar á.“ Aðspurð hvort hún gæti nefnt einhver dæmi svaraði Hildur neitandi.„Ég var að skrifa pistla á Pressunni um samskipti kynjanna og hún sá ástæðu til þess að biðja fólk um að berja mig,“ segir Hlín Einarsdóttir. „Þessi ummæli dæma sig sjálf,“ bætir hún við. „Ég hef aldrei gert þessari konu neitt og hef aldrei hitt hana eða hef aldrei agnúast út í hennar baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Hlín.Skjáskot af ummælum Hildar.„Ég ákvað að gera nákvæmlega ekkert í þessu af því að ég hugsaði sem svo að hún myndi afhjúpa sig sjálf, sem hún gerði. Ég hugsaði þó mitt þegar félagasamtök á borð við UN Women og Stígamót gerðu hetju úr konu sem þótti ekkert athugavert við að hvetja til ofbeldis gegn konum,“ segir Hlín. „Þó að ég hafi aðrar skoðanir en Hildur Lilliendahl eða einhver annar þá hóta ég aldrei að berja fólk. Mér finnst það aumkunarvert,“ segir Hlín. Hlín segir að Hildur hafi haft orð á því á sínum tíma að hún myndi ekki biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum, enda hafi hún sagt að hún ætti þau skilið. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi berja Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín um bólfimi karla. Á þetta bendir Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vefpressunnar og sambýlismaður Hlínar Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is.Hildur sagðist í viðtali á Vísi fyrr í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill aðspurð hvort hún hefði viðhaft misjöfn orð um nafngreinda einstaklinga. „Ég hef alveg ábyggilega sagt fullt af hlutum sem er ástæða til að biðjast fyrirgefningar á.“ Aðspurð hvort hún gæti nefnt einhver dæmi svaraði Hildur neitandi.„Ég var að skrifa pistla á Pressunni um samskipti kynjanna og hún sá ástæðu til þess að biðja fólk um að berja mig,“ segir Hlín Einarsdóttir. „Þessi ummæli dæma sig sjálf,“ bætir hún við. „Ég hef aldrei gert þessari konu neitt og hef aldrei hitt hana eða hef aldrei agnúast út í hennar baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Hlín.Skjáskot af ummælum Hildar.„Ég ákvað að gera nákvæmlega ekkert í þessu af því að ég hugsaði sem svo að hún myndi afhjúpa sig sjálf, sem hún gerði. Ég hugsaði þó mitt þegar félagasamtök á borð við UN Women og Stígamót gerðu hetju úr konu sem þótti ekkert athugavert við að hvetja til ofbeldis gegn konum,“ segir Hlín. „Þó að ég hafi aðrar skoðanir en Hildur Lilliendahl eða einhver annar þá hóta ég aldrei að berja fólk. Mér finnst það aumkunarvert,“ segir Hlín. Hlín segir að Hildur hafi haft orð á því á sínum tíma að hún myndi ekki biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum, enda hafi hún sagt að hún ætti þau skilið. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48