Lífið

"Ég er algjörlega á móti því að karlmenn virði ekki þennan dag“

Ellý Ármanns skrifar
Ásdís Rán.
Ásdís Rán. mynd/einksafn
Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta spjallaði stuttlega við okkur um daginn í dag, Valentínusardaginn. 



„Ég er svo mikið ljón og drottning þannig að ég vil helst taka þennan dag extreme með öllu því besta í ást, dekri, rómantík og óvæntum uppákomum og að sjálfsögðu tríta þann sem ég elska frá morgni til kvölds og fá sömu meðferð til baka,“ segir hún.

„V
erst að ég er búin að vera „single“ í tvo ár núna þannig að ég hef ekki verið „trítuð“ nógu vel uppá síðkastið en svona fyrir utan það fæ ég nú yfirleitt senda einhverja blómvendi, súkkulaði eða vín sem er voða sætt líka. Það er svo gott að hafa svona daga til að brjóta upp tilveruna. Ég er algjörlega á móti því að karlmenn virði ekki þennan dag. Það er ekki kúl,“ segir Ásdís ákveðin.

Merktu Valentínusarmyndina þína #visirlifid á instagram.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.