Innlent

Sendu sendiherra Rússa fingurkossa

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Inga Auðbjörg

Hópur fólks kom saman við rússneska sendiráðið í dag til þess að mótmæla réttindaskerðingu hinsegin fólks í Rússlandi.

„Markmið mótmælanna var að hvetja til ástar í stað haturs og sýndu mótmælendur það í verki með því að kyssa og faðma hvort annað ásamt því að senda sendiherra Rússlands fingurkossa,“ segir í tilkynningu frá mótmælendum.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinseginn kórsins, tók til máls og sagði meðal annars: „Í dagur til að segja „Ég elska þig“.  Það er því ekki að ástæðulausu sem við stöndum hér fyrir framan sendiráð eins af þeim löndum sem gerir greinarmun á ást.“

Hann minntist þess að sem hefur áunnist frá fyrstu gleðigöngunni hér á landi og sagðist þykja sárt að sjá öfuga þróun í Rússlandi, þar sem réttindi hafa skerst og staða hinsegins fólks farið versnandi. Gunnlaugur lauk máli sínu með því að senda ástarkveðjur frá Íslandi á rússneskri tungu.

Mynd/Inga Auðbjörg
Mynd/Inga Auðbjörg


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.