Innlent

Atkvæðagreiðsla um verkfall hefst á morgun

Heimir Már Pétursson skrifar
Kennsla í framhaldsskólum landsins gæti fallið niður frá og með 17. mars, samþykki kennarar verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem hefst á morgun.
Kennsla í framhaldsskólum landsins gæti fallið niður frá og með 17. mars, samþykki kennarar verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem hefst á morgun.
Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólunum hefst formlega á morgun og lýkur klukkan fimm næst komandi föstudag.

Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara segir að trúnaðarmönnum hafi verið send öll gögn varðandi atkvæðagreiðsluna fyrir helgi. Atkvæði verði talin í næstu viku, en kennarar verða að tilkynna fjármálaráðherra og ríkissáttasemjara um verkfall fyrir 1. mars næst komandi, verði það niðurstaða kennara og stjórnenda framhaldsskólanna að boða til vinnustöðvunar.

Verkfall gæti því hafist hinn 15. mars, sem er laugardagur, og þá myndi fyrsti kennsludagur væntanlega falla niður mánudaginn 17. mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.