Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira