Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira