Innlent

„Þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók að gorta sig“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Helgi Hjörvar er ósáttur við lekann á skýrslunni.
Helgi Hjörvar er ósáttur við lekann á skýrslunni.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er æfur vegna þess að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið lak í fjölmiðla.

„Ef að stjórnarflokkarnir eru að gera einhliða skýrslur og vilja hafa einhliða málflutning af þessu tagi er þá ekki rétt að slikar skýrslur séu teknar til umræðu í Valhöll og Kaupfélagi Skagfirðinga, fremur en hér, á hinu háa Alþingi?“ spurði Helgi á Alþingi rétt í þessu.

Hann sagði forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa þurft að fá skýrsluna frá „fjölmiðlamönnum úti í bæ“.

„Og þingmenn Framsóknarflokksins eru á Fésbók og í fjölmiðlum að gorta sig yfir þessari málsmeðferð. Það fer auðvitað kjánahrollur upp og niður eftir bakinu á manni,“ sagði Helgi ennfremur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.