Innlent

Stefnumótun í vímuefnamálum verður til umræðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson tekur til máls í dag.
Helgi Hrafn Gunnarsson tekur til máls í dag. visir/pjetur
Sérstök umræða verður á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá mun Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, taka til máls.

Töluverð umræða hefur verið um afglæpavæðingu fíkniefna að undanförnu og hefur Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, áður sagt að ljóst sé að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp.

Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna.

Fyrr í dag greindi Vísis frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu væri í sérstöku átak gegn fíkniefnum um þessar mundir og fór hún mikinn við Hörpu um liðna helgi þegar raftónlistarhátíðin Sónar fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×