"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 15:19 Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent