Með á sjötta hundrað vélmenni heima hjá sér Hrund Þórsdóttir skrifar 2. febrúar 2014 20:00 Húsið við Heiðarbraut 33 á Akranesi lætur kannski ekki mikið yfir sér, en þar inni leynast heldur betur gersemar. Í bílskúrnum reka íbúarnir spennandi flóamarkað sem byrjaði smátt en vatt upp á sig og er nú opið fyrstu helgi hverrar mánaðar. Og er þetta vinsælt? „Alveg rosalega. Við þurftum næstum því að hleypa inn í hollum í gær, það var svo margt fólk sem vildi koma hingað,“ segir Kristbjörg Traustadóttir. Í íbúðarhúsinu sjálfu er svo eitt áhugaverðasta safn landsins, með á sjötta hundrað vélmenna, sem eigandinn, Björgvin Björgvinsson, hefur safnað í 15 ár. „Ég rakst á róbóta á antíkmarkaði í Danmörku, á Jótlandi og síðan hafa þeir streymt inn,“ segir Björgvin. Hann sækist helst eftir japönskum vélmennum frá árabilinu 1950 til 1975, sem hann kallar gullaldartímabil þess konar leikfanga. En af hverju vélmenni? „Ég veit það ekki, þetta er heillandi; hönnunin, útlitið og litirnir. Um leið og ég keypti þann fyrsta fyrir 15 árum, var ekki aftur snúið.“ Mörg vélmenni eru í uppáhaldi en Björgvin nefnir tvö, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Hann kveðst sjálfur ekki hafa átt svo fín leikföng í æsku. Hvernig heldurðu að söfnunaráhuginn hafi kviknað hjá þér? „Ég veit það ekki. Ég hef alltaf safnað einhverju en síðustu 15 ár hefur þetta bara snúist um þessa söfnun, vélmenni og önnur geimtengd leikföng frá þessum árum,“ segir hann. Í meðfylgjandi frétt er litið í heimsókn til Björgvins. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Húsið við Heiðarbraut 33 á Akranesi lætur kannski ekki mikið yfir sér, en þar inni leynast heldur betur gersemar. Í bílskúrnum reka íbúarnir spennandi flóamarkað sem byrjaði smátt en vatt upp á sig og er nú opið fyrstu helgi hverrar mánaðar. Og er þetta vinsælt? „Alveg rosalega. Við þurftum næstum því að hleypa inn í hollum í gær, það var svo margt fólk sem vildi koma hingað,“ segir Kristbjörg Traustadóttir. Í íbúðarhúsinu sjálfu er svo eitt áhugaverðasta safn landsins, með á sjötta hundrað vélmenna, sem eigandinn, Björgvin Björgvinsson, hefur safnað í 15 ár. „Ég rakst á róbóta á antíkmarkaði í Danmörku, á Jótlandi og síðan hafa þeir streymt inn,“ segir Björgvin. Hann sækist helst eftir japönskum vélmennum frá árabilinu 1950 til 1975, sem hann kallar gullaldartímabil þess konar leikfanga. En af hverju vélmenni? „Ég veit það ekki, þetta er heillandi; hönnunin, útlitið og litirnir. Um leið og ég keypti þann fyrsta fyrir 15 árum, var ekki aftur snúið.“ Mörg vélmenni eru í uppáhaldi en Björgvin nefnir tvö, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Hann kveðst sjálfur ekki hafa átt svo fín leikföng í æsku. Hvernig heldurðu að söfnunaráhuginn hafi kviknað hjá þér? „Ég veit það ekki. Ég hef alltaf safnað einhverju en síðustu 15 ár hefur þetta bara snúist um þessa söfnun, vélmenni og önnur geimtengd leikföng frá þessum árum,“ segir hann. Í meðfylgjandi frétt er litið í heimsókn til Björgvins.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira