Íslendingar í Sotsjí sendi skilaboð um réttindi hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2014 11:15 Illugi Jökulsson og Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna ´78. Vísir/GVA Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, Mennta- og menningarmálaráðherra, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Afhendingin fer fram í Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. „Það er mikilvægt að Íslendingar láti ekki tækifærið fram hjá sér fara til að halda á lofti merkjum réttinda hinsegin fólks. Í Rússlandi mælist lagaleg og félagsleg staða þess þjóðfélagshóps afar veik og hefur snarversnað eftir að Vladimir Putin tók aftur við forsetaembættinu árið 2012. Löggjöf sem sett var 2013 hefur þau áhrif að upplýsingamiðlun um hinsegin málefni er bönnuð en hún er grundvallaratriði í baráttu hinsegin fólks. Setning laganna hefur hrint af stað öldu hatursglæpa gegn hinsegin fólki í Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá er bent á að fjöldi stjórnmálaleiðtoga í heiminum hafi ákveðið að fara ekki til Sotsjí. „Þetta er augljós tjáning afstöðu gegn mannréttindabrotum í Rússlandi. Samtökin ´78 ályktuðu í janúar um að íslenskt stjórnmálafólk ætti með sama hætti að láta sína afstöðu í ljós. Nú er komið á daginn að íslenskt stjórnmálafólk, bæði ráðherrar og forseti, velja að mæta á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.“ Samtökin ´78 gera þá kröfu að þau noti tækifærið til að senda markviss skilaboð um réttindi hinsegin fólks, því annað væri meðvirkni með mannréttindabrotum. „Forsvarsfólk Samtakanna og Hinsegin daga hlakkar til að hitta Illuga í dag og vonar að hann taki einarða afstöðu í Sotsjí. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðaherra hefur nú þegar ákveðið sambærilegt kveðjustefnumót áður en hún heldur á Ólympíumót fatlaðra í mars. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að forsetinn sé erlendis.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, Mennta- og menningarmálaráðherra, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Afhendingin fer fram í Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. „Það er mikilvægt að Íslendingar láti ekki tækifærið fram hjá sér fara til að halda á lofti merkjum réttinda hinsegin fólks. Í Rússlandi mælist lagaleg og félagsleg staða þess þjóðfélagshóps afar veik og hefur snarversnað eftir að Vladimir Putin tók aftur við forsetaembættinu árið 2012. Löggjöf sem sett var 2013 hefur þau áhrif að upplýsingamiðlun um hinsegin málefni er bönnuð en hún er grundvallaratriði í baráttu hinsegin fólks. Setning laganna hefur hrint af stað öldu hatursglæpa gegn hinsegin fólki í Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá er bent á að fjöldi stjórnmálaleiðtoga í heiminum hafi ákveðið að fara ekki til Sotsjí. „Þetta er augljós tjáning afstöðu gegn mannréttindabrotum í Rússlandi. Samtökin ´78 ályktuðu í janúar um að íslenskt stjórnmálafólk ætti með sama hætti að láta sína afstöðu í ljós. Nú er komið á daginn að íslenskt stjórnmálafólk, bæði ráðherrar og forseti, velja að mæta á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.“ Samtökin ´78 gera þá kröfu að þau noti tækifærið til að senda markviss skilaboð um réttindi hinsegin fólks, því annað væri meðvirkni með mannréttindabrotum. „Forsvarsfólk Samtakanna og Hinsegin daga hlakkar til að hitta Illuga í dag og vonar að hann taki einarða afstöðu í Sotsjí. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðaherra hefur nú þegar ákveðið sambærilegt kveðjustefnumót áður en hún heldur á Ólympíumót fatlaðra í mars. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að forsetinn sé erlendis.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira