Lífið

Kemur Woody Allen til varnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sjónvarpskonan Barbara Walters tjáði sig í sjónvarpsþættinum The View um bréfið sem Dylan Farrow, dóttir kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, birti síðustu helgi þar sem hún sagði hann hafa misnotað sig í æsku.„Ég hef sjaldan séð föður sem er svona næmur og umhyggjusamur eins og Woody er og Soon-Yi við stelpurnar sínar tvær. Ég veit ekki með Dylan. Ég get bara sagt ykkur hverju ég hef orðið vitni að nú til dags. Þetta er gott hjónaband og hann er ástríkur faðir. Ég held að það þurfi að segjast eins og er,“ segir Barbara. Woody hefur vísað ásökunum Dylan á bug en málið kom fyrst upp árið 1992.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.