Lífið

"Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“

Andy og Lana Wachowski
Andy og Lana Wachowski AFP/NordicPhotos
„Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja. Hún á að vera íslensk, en býr í London og eyðir tíma sínum í ólöglegum partíum og tekur ofskynjunarlyf. Burðarhlutverk.“Svona hljómar karakterlýsing á einu hlutverkanna í nýjum þáttum Wachowski-systkinanna og J. Michael Straczynski, Sense8, sem Netflix hefur þegar keypt réttinn af. Framleiðendur þáttanna leita nú af íslenskri stelpu í hlutverkið.Serían verður að einhverju leyti tekin upp á Íslandi, en auk þess fara tökur fram í Mexíkó, Indlandi, Keníu, Þýskalandi, Bretlandi og í Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt, en þættirnir verða frumsýndir á næsta ári ef allt gengur samkvæmt áætlun.Straczynski mun leikstýra tökunum á Íslandi, en þær munu standa yfir í eina til tvær vikur í júlí og svo aftur í október til þess að ná íslenskum vetri og norðurljósunum í mynd.

Wachowski-systkinin eru þekktir handritshöfundar í Hollywood, og hvað þekktust fyrir Matrix myndirnar, V for vendetta og nú síðast Cloud Atlas. Þau voru áður þekkt sem teymið Wachowski-brothers, en Lana Wachowski fæddist Lawrence Wachowski en undirgekkst kynleiðréttingaraðgerð fyrir um það bil fimmtán árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.