Pepsi svínaði á Íslendingi: Fékk tvo boli fyrir alþjóðlega auglýsingu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. janúar 2014 13:30 Hér er myndin af Agli, bréfið sem hann fékk frá Pepsi og lítrinn af Pepsi Max frá Bretlandi. „Við ætlum ekkert að gera meira í þessu, það var nóg að fá bréfið frá Pepsi sem ég hengdi upp á vegg hjá mér,“ segir Egill Viðarsson um mynd af honum sem hefur víða farið í netheimum og var meðal annars notuð í alþjóðlega auglýsingu á Pepsi Max. Vinur Egils, Frank Cassata, hafði samband við Pepsi þegar hann sá myndina á Facebook-síðu fyrirtækisins. „Þeir voru búnir að setja Pepsi Max merkið á hana og orðin „Not Max“. Hann sendi þeim tölvupóst og útskýrði fyrir þeim að þetta væri vinur hans sem væri á myndinni.“ Viðbrögð Pepsi voru óneitanlega skemmtileg. Einn daginn fékk Frank sendan risastóran kassa heim til sín. Í honum var varningur sem menn hjá Pepsi hafa greinilega vonað að væri nóg til þess að íslensku vinirnir aðhefðust ekkert meira í þessu myndbirtingarmáli. „Í kassanum var einn lítri af Pepsi Max, tveir Pepsi Max bolir og eitt bréf,“ útskýrir Egill hlæjandi. Í stórskemmtilegu bréfinu báðust menn hjá Pepsi afsökunar á notkun myndarinnar í leyfisleysi. „Myndin er samt svo klassísk að við urðum að dreifa henni,“ stendur meðal annars í bréfinu, sem má sjá hér að neðan. „Ég get eiginlega ekki ákveðið hvort er fyndnara, að einhver maður hafi í alvöru verið fenginn til að skrifa þetta bréf, prenta það út og setja í póst, eða þá að sjá fyrir mér þennan fund þar sem einhverjir alvarlegir PR-menn hafi ákveðið að besta leiðin til að slökkva í þessu máli, hafi verið að senda okkur tvo boli og einn lítra af Pepsi Max,“ segir Egill. Hann segist hafa gaman af því hversu víða myndin hafi farið. „Hún var til dæmis notuð sem eitthvað „punchline“ hjá breskum grínasta á BBC. Grínið var um Eyjafjallajökul, en hann virðist ekki hafa vitað að myndin sem hann notaði var af Íslendingi. Það virðist bara hafa verið tilviljun. Hún hefur líka birst á stórum vefsíðum helguðum gríni,“ útskýrir Egill glaðbeittur. Hann segist ekkert hafa á móti þessari dreifingu myndarinnar, svo lengi sem hún sé ekki notuð í auglýsingaskyni.En hvaðan er myndin? „Hún var tekin eftir Hróaskeldu árið 2006. Ég veit ekki hvort það er lýsingin eða hvað, en hún lætur sólbrunann líta verr út en hann var í raun og veru. Þetta var allavega ekki eins sárt og þetta lítur út fyrir að vera. Vinur minn tók myndina og vistaði á vefsíðunni sinni. Þaðan fór hún í dreifingu um allt netið,“ segir Egill. Egill hefur gaman af málinu. „Og vinum mínum þykir þetta einstaklega fyndið.“ Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem myndin af Agli er notuð auk bréfsins sem vini Egils barst frá Pepsi.Hi Frank,Please accept our apologies for not contacting you regarding the recent use of your image.Please pass on our apologies to Egil [sic]. Hopefully we haven't caused any harm or embarrassment, that certainly was not our intention. The image was such a classic that we just had to share.We've enclosed a couple of our vintage t-shirts for Egil and yourself.Thanks for your continued support.Pepsi Max Team Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
„Við ætlum ekkert að gera meira í þessu, það var nóg að fá bréfið frá Pepsi sem ég hengdi upp á vegg hjá mér,“ segir Egill Viðarsson um mynd af honum sem hefur víða farið í netheimum og var meðal annars notuð í alþjóðlega auglýsingu á Pepsi Max. Vinur Egils, Frank Cassata, hafði samband við Pepsi þegar hann sá myndina á Facebook-síðu fyrirtækisins. „Þeir voru búnir að setja Pepsi Max merkið á hana og orðin „Not Max“. Hann sendi þeim tölvupóst og útskýrði fyrir þeim að þetta væri vinur hans sem væri á myndinni.“ Viðbrögð Pepsi voru óneitanlega skemmtileg. Einn daginn fékk Frank sendan risastóran kassa heim til sín. Í honum var varningur sem menn hjá Pepsi hafa greinilega vonað að væri nóg til þess að íslensku vinirnir aðhefðust ekkert meira í þessu myndbirtingarmáli. „Í kassanum var einn lítri af Pepsi Max, tveir Pepsi Max bolir og eitt bréf,“ útskýrir Egill hlæjandi. Í stórskemmtilegu bréfinu báðust menn hjá Pepsi afsökunar á notkun myndarinnar í leyfisleysi. „Myndin er samt svo klassísk að við urðum að dreifa henni,“ stendur meðal annars í bréfinu, sem má sjá hér að neðan. „Ég get eiginlega ekki ákveðið hvort er fyndnara, að einhver maður hafi í alvöru verið fenginn til að skrifa þetta bréf, prenta það út og setja í póst, eða þá að sjá fyrir mér þennan fund þar sem einhverjir alvarlegir PR-menn hafi ákveðið að besta leiðin til að slökkva í þessu máli, hafi verið að senda okkur tvo boli og einn lítra af Pepsi Max,“ segir Egill. Hann segist hafa gaman af því hversu víða myndin hafi farið. „Hún var til dæmis notuð sem eitthvað „punchline“ hjá breskum grínasta á BBC. Grínið var um Eyjafjallajökul, en hann virðist ekki hafa vitað að myndin sem hann notaði var af Íslendingi. Það virðist bara hafa verið tilviljun. Hún hefur líka birst á stórum vefsíðum helguðum gríni,“ útskýrir Egill glaðbeittur. Hann segist ekkert hafa á móti þessari dreifingu myndarinnar, svo lengi sem hún sé ekki notuð í auglýsingaskyni.En hvaðan er myndin? „Hún var tekin eftir Hróaskeldu árið 2006. Ég veit ekki hvort það er lýsingin eða hvað, en hún lætur sólbrunann líta verr út en hann var í raun og veru. Þetta var allavega ekki eins sárt og þetta lítur út fyrir að vera. Vinur minn tók myndina og vistaði á vefsíðunni sinni. Þaðan fór hún í dreifingu um allt netið,“ segir Egill. Egill hefur gaman af málinu. „Og vinum mínum þykir þetta einstaklega fyndið.“ Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem myndin af Agli er notuð auk bréfsins sem vini Egils barst frá Pepsi.Hi Frank,Please accept our apologies for not contacting you regarding the recent use of your image.Please pass on our apologies to Egil [sic]. Hopefully we haven't caused any harm or embarrassment, that certainly was not our intention. The image was such a classic that we just had to share.We've enclosed a couple of our vintage t-shirts for Egil and yourself.Thanks for your continued support.Pepsi Max Team
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira