Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins Kristján Hjálmarsson skrifar 29. janúar 2014 14:05 Skarphéðinn Andri Kristjánsson gaf það sem hann gat. Mynd/Úr einkasafni „Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“ Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
„Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira