Lífið

Auddi Blö uppí rúmi með Jóni Ársæli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er betur þekktur, verður gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki á sunnudag á Stöð 2.

Auddi fer yfir lífshlaup sitt í þættinum en hann er ættaður frá Sauðárkróki og byrjaði starfsferilinn á lager hjá Wurth að telja skrúfur og rær. Næsta verkefni hans í dag er að stýra hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem fer í loftið innan skamms.

Jón Ársæll fylgir Audda eftir heiman og heim; norður á Sauðárkrók, vestur um haf og til Evrópu auk þess sem hann er fluga á vegg hjá honum í vinnunni, í búningsherbergjunum í útvarpi og sjónvarpi og meira að segja uppí rúmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×