Skelkuð eftir árás í Laugardalnum Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2014 12:32 Myndin er tekin á þeim slóðum sem Margrét rakst á manninn. Fjölmargir ganga og hlaupa þarna um á degi hverjum. Vísir/Vilhelm „Honum er greinilega mjög illa við hundaeigendur og hunda,“ segir Margrét Þórðardóttir, sem varð fyrir árás manns í Laugardalnum í gær, þar sem hún var á gangi með hundinn sinn um miðjan dag í gær. Margrét segist vera smá skelkuð eftir árásina og að hún hafi lítið sem ekkert sofið í nótt. Hundur Margrétar, hún Sóla, er labrador sem er þjálfuð sem aðstoðarhundur fyrir fatlaða og blinda. Því getur hún ekki gengið arna sinna í ól. Margrét segist hafa litið í kringum sig og séð að enginn væri á ferli og sleppt hundinum. Þegar Margrét sá mann koma gangandi kallar hún á Sólu sem kemur askvaðandi. Þá sér hundurinn manninn, gengur aðeins til móts við hann og geltir á hann.Sló og sparkaði í hundinn „Ég kallaði hana aftur til mín, setti hana aftur í ólina. Svo gekk ég að manninum og baðst afsökunar á þessu. Þá sparkar hann í Sólu. Ég spurði hvað væri eiginlega að honum og þá sló hann mig í andlitið.“ Eftir það sló hann hundinn í trýnið og þegar Margrét reynir að ýta honum frá slær hann í eyrað á henni og brýtur heyrnartæki sem hún var með. „Ég var í sjokki, en samt var adrenalínið hátt uppi, svo ég ákveð að taka mynd af honum.“ Þegar Margrét reynir að taka myndina tekur hann af henni símann, kastar honum í jörðina og traðkar á honum. Þá slær hann Sólu aftur og sparkar í hana og hann slær Margréti einnig.Gengur þarna um á hverjum degi „Svo horfði hann á mig og sagði: Það á að drepa alla hundaeigendur og hunda. Hafðu svo helvítis hundinn í bandi,“ segir Margrét. „Svo sér hann að ég er búin að missa kúkapokann. Hann stígur á hann og klínir kúknum á mig.“ Margrét segir þetta vera sérstaklega óþægilegt þar sem hún gangi þarna um á hverjum degi. Hún hafði samband við lögregluna og fór á slysadeild. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að Margrét hafi lagt fram kæru í morgun. Tekin hafi verið af henni skýrsla og sé málið til skoðunar.Sem betur fer gerðist ekkert meira „Ég mun ábyggilega ekki sjá þennan mann aftur. Ég vona ekki. Það sést ekkert á mér en ég er rosalega aum bæði að utan og innan. Þetta er líka óþægilegt því það er mikið af börnum sem ganga um þetta svæði og öðrum hundaeigendum.“ Sóla er skelkuð eftir atvikið en Margrét segir að hún virðist ekki vera meidd né aum. „Sem betur fer gerðist samt ekkert meira, en við erum smá skelkaðar. Ég bjóst ekki við að lenda í einhverju svona. Maður þarf bara að vera með piparúða næst,“ segir Margrét hress í bragði. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Honum er greinilega mjög illa við hundaeigendur og hunda,“ segir Margrét Þórðardóttir, sem varð fyrir árás manns í Laugardalnum í gær, þar sem hún var á gangi með hundinn sinn um miðjan dag í gær. Margrét segist vera smá skelkuð eftir árásina og að hún hafi lítið sem ekkert sofið í nótt. Hundur Margrétar, hún Sóla, er labrador sem er þjálfuð sem aðstoðarhundur fyrir fatlaða og blinda. Því getur hún ekki gengið arna sinna í ól. Margrét segist hafa litið í kringum sig og séð að enginn væri á ferli og sleppt hundinum. Þegar Margrét sá mann koma gangandi kallar hún á Sólu sem kemur askvaðandi. Þá sér hundurinn manninn, gengur aðeins til móts við hann og geltir á hann.Sló og sparkaði í hundinn „Ég kallaði hana aftur til mín, setti hana aftur í ólina. Svo gekk ég að manninum og baðst afsökunar á þessu. Þá sparkar hann í Sólu. Ég spurði hvað væri eiginlega að honum og þá sló hann mig í andlitið.“ Eftir það sló hann hundinn í trýnið og þegar Margrét reynir að ýta honum frá slær hann í eyrað á henni og brýtur heyrnartæki sem hún var með. „Ég var í sjokki, en samt var adrenalínið hátt uppi, svo ég ákveð að taka mynd af honum.“ Þegar Margrét reynir að taka myndina tekur hann af henni símann, kastar honum í jörðina og traðkar á honum. Þá slær hann Sólu aftur og sparkar í hana og hann slær Margréti einnig.Gengur þarna um á hverjum degi „Svo horfði hann á mig og sagði: Það á að drepa alla hundaeigendur og hunda. Hafðu svo helvítis hundinn í bandi,“ segir Margrét. „Svo sér hann að ég er búin að missa kúkapokann. Hann stígur á hann og klínir kúknum á mig.“ Margrét segir þetta vera sérstaklega óþægilegt þar sem hún gangi þarna um á hverjum degi. Hún hafði samband við lögregluna og fór á slysadeild. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að Margrét hafi lagt fram kæru í morgun. Tekin hafi verið af henni skýrsla og sé málið til skoðunar.Sem betur fer gerðist ekkert meira „Ég mun ábyggilega ekki sjá þennan mann aftur. Ég vona ekki. Það sést ekkert á mér en ég er rosalega aum bæði að utan og innan. Þetta er líka óþægilegt því það er mikið af börnum sem ganga um þetta svæði og öðrum hundaeigendum.“ Sóla er skelkuð eftir atvikið en Margrét segir að hún virðist ekki vera meidd né aum. „Sem betur fer gerðist samt ekkert meira, en við erum smá skelkaðar. Ég bjóst ekki við að lenda í einhverju svona. Maður þarf bara að vera með piparúða næst,“ segir Margrét hress í bragði.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira