Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. desember 2014 12:00 Birgir H. Sigurðsson tekur við undirskriftalistum frá Elínu Þórðardóttur og Gunnari Páli Leifssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira