Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. desember 2014 12:00 Birgir H. Sigurðsson tekur við undirskriftalistum frá Elínu Þórðardóttur og Gunnari Páli Leifssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira